Varað við vindhviðum

Mjög hvasst verður í Öræfasveit í dag
Mjög hvasst verður í Öræfasveit í dag Morgunblaðið/Ómar

Bú­ast má við snörp­um vind­hviðum við fjöll vest­an­lands og einnig í Öræfa­sveit í dag sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef Veður­stof­unn­ar. Þar er einnig varað við stormi á Vest­fjörðum, við Breiðafjörð og Faxa­flóa.

Klukk­an þrjú í nótt var norðaustanátt, víða hvassviðri NV- og V-lands, ann­ars tals­vert hæg­ari. Slydda eða snjó­koma fyr­ir norðan, rign­ing aust­ast, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti frá 7 stig­um í Skafta­felli, niður í 2 stiga frost á nokkr­um stöðvum á N-verðu land­inu.

Spá­in fyr­ir næsta sól­ar­hring:

Norðaustanátt 15-23 m/​s NV-til, ann­ars víða 10-15 en hæg­ari vind­ur á NA- og A-landi. Slydda eða snjó­koma fyr­ir norðan, en bjartviðri SV-lands. Slydda eða rign­ing á A-landi í kvöld. Hiti yf­ir­leitt 0 til 5 stig syðra, ann­ars ná­lægt frost­marki.

Stein­gríms­fjarðar­heiði var lokað í gær­kvöldi og þurftu björg­un­ar­sveit­ar­menn að fara upp á heiðina til að sækja fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert