Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll vestanlands og einnig í Öræfasveit í dag samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar er einnig varað við stormi á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og Faxaflóa.
Klukkan þrjú í nótt var norðaustanátt, víða hvassviðri NV- og V-lands, annars talsvert hægari. Slydda eða snjókoma fyrir norðan, rigning austast, en þurrt á S- og SV-landi. Hiti frá 7 stigum í Skaftafelli, niður í 2 stiga frost á nokkrum stöðvum á N-verðu landinu.
Spáin fyrir næsta sólarhring:
Norðaustanátt 15-23 m/s NV-til, annars víða 10-15 en hægari vindur á NA- og A-landi. Slydda eða snjókoma fyrir norðan, en bjartviðri SV-lands. Slydda eða rigning á A-landi í kvöld. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig syðra, annars nálægt frostmarki.
Steingrímsfjarðarheiði var lokað í gærkvöldi og þurftu björgunarsveitarmenn að fara upp á heiðina til að sækja fólk.