Eldur í íbúðarhúsi í Keflavík

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Eldur kom upp í íbúð við Mávabraut í Keflavík um klukkan níu í kvöld. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er á vettvangi ásamt fjölmennu liði frá lögreglunni á Suðurnesjum. Tveir voru íbúðinni, maður og kona, þegar eldurinn kom upp og hafa þau verið flutt á Landspítalann í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja komst annað þeirra sjálft út úr íbúðinni en þurftu slökkviliðsmenn að bjarga hinu út. Er talið að þau séu bæði með töluverða reykeitrun. Íbúðin er mikið skemmd af völdum sóts og reyks en mikill reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.

Íbúðin er í raðhúsalengju og náði eldurinn ekki til hinna íbúðanna. Ekki er vitað um upptök eldsins.

Að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi er nú verið að kanna ástand fólksins.

Slökkviliðið hefur nú slökkt eldinn.




Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Víkurfréttir/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert