Kröfuhafar samþykktu nauðasamninga

Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11 Ómar Óskarsson

Nauðasamningar vegna hjúkrunarheimilisins Eir voru samþykktir nú fyrir stundu á fundi með kröfuhöfum. 60% kröfuhafa þurftu að samþykkja nauðasamninga til þess að þeir öðlast gildi, en að sögn Helga Jóhannessonar lögmanns, var nauðasamningurinn samþykktur með 80% atkvæða.

Samkvæmt lögum um nauðasamninga þarf héraðsdómur að staðfesta ákvörðunina um nauðasamninginn áður en hann tekur gildi.

Í samtali við mbl.is sagðist Helgi fagna þessari niðurstöðu og sagði að nú gæti hjúkrunarheimilið Eir farið að vinna í sínum málum á grundvelli nauðarsamningsins.

Frestur kröfuhafa á Eir til að lýsa kröfum í bú hjúkrunarheimilisins rann út þann 27. desember sl. Samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum er gert ráð fyrir að íbúðarréttarhöfum verði afhent skuldabréf til 30 ára með 3,5% vöxtum.

Tryggingabréfin munu hvíla á eignunum á eftir þeim veðum sem þegar hvíla á þeim. Samkvæmt samþykktum Eirar áttu íbúðarréttarhafar að fá íbúðirnar greiddar sex mánuðum eftir að þeim var sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert