Kajak ræðari valinn Vestfirðingur ársins

Guðni Páll Viktorsson, Vestfirðingur ársins 2013, tekur við viðurkenningu úr …
Guðni Páll Viktorsson, Vestfirðingur ársins 2013, tekur við viðurkenningu úr hendi Hörpu Obbjörnsdóttur blaðamanns. Af vef BB

Vestfirðingur ársins 2013 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Guðni Páll Viktorsson. Guðni Páll sem er ættaður úr Dýrafirði sýndi fádæma þrautseigju og úthald í sumar þegar hann réri á kajak hringinn í kringum landið til styrktar Samhjálp. Aðstæður voru oft á tíðum mjög erfiðar á meðan á siglingunni stóð en Guðni Páll lét það aldrei stöðva sig, segir í frétt BB.

„Með afreki sínu kom hann Vestfjörðum rækilega á kortið því ávallt kom fram hvaðan drengurinn væri uppruninn. Hann er auk þess mikið ljúfmenni enda af góðu fólki kominn,” eins og einn þátttakandinn í kjörinu sagði um Guðna Pál. Ljóst er að afrek Guðna Páls ber vott um líkamlegt og andlegt þrek auk þess sem hann er jarðbundinn og hefur góða útgeislun. ,,Hann sýndi að það er hægt að láta drauma sína rætast og láta einnig gott af sér leiða.”

Guðni Páll fékk 33% greiddra atkvæða en hátt í 500 manns tóku þátt í kjörinu. Í öðru sæti í kjörinu með 25% greiddra atkvæða voru feðgarnir Hálfán Óskarsson og Óskar Hálfdánarson á Ísafirði. Þeir feðgar settu á árinu á stofn mjólkurvinnslu í Bolungarvík undir nafninu Arna ehf.

Guðni Páll sést hér leggja af stað frá Bolungarvík
Guðni Páll sést hér leggja af stað frá Bolungarvík Halldór Sveinbjörnsson
Guðni Páll sést hér róa inn til Eyja
Guðni Páll sést hér róa inn til Eyja mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka