Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra að gera breytingar á rammaáætlun og leggja áherslu á að samþykktir í lögum um vernd og orkunýtingu haldi gildi sínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
„Í ljósi ákvörðunar umhverfisráðherra um breytingar á fyrirhugaðri stækkun friðlýsingarsvæðis Þjórsárvera og mögulegra veituframkvæmda við Norðlingaöldu, vilja Samtök ferðaþjónstunnar ítreka mikilvægi þess að staðið sé við samþykkta rammáæltun. Áætlunin byggir á hugmyndafræði um verndun, bið og nýtingu mismunandi landssvæða en svo virðist sem verndun sé að engu gerð með þessari ákvörðun ráðherra. Treysta verður á að samþykktir í lögum um vernd og orkunýtingu haldi gildi sínu. Öðruvísi er ekki hægt að byggja upp og þróa mismunandi landsvæði með langtíma hugsun í huga.“