Stálheppnar að sleppa út úr íbúðinni

Eldsvoði í Hraunbæ 30 í nótt
Eldsvoði í Hraunbæ 30 í nótt Mynd/Pressphotos.biz

Kona og barna­barn henn­ar sluppu út úr brenn­andi íbúð í Hraun­bæ á þriðja tím­an­um í nótt. Seg­ir varðstjóri í slökkviliðinu að þær hafi verið stál­heppn­ar að sleppa út úr íbúðinni en hún er mjög illa far­in eft­ir brun­ann. Rýma þurfti stiga­gang­inn og var þrennt  flutt á sjúkra­hús. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bráðamót­töku Land­spít­al­ans var líðan þeirra þriggja sem þangað komu í nótt ágæt og hafa þau öll verið út­skrifuð af sjúkra­hús­inu.

Að sögn varðstjóra er mik­il mildi að þær komust út úr brenn­andi íbúðinni en meðal ann­ars var pússn­ing­in í lofti íbúðar­inn­ar far­in að brotna. Eld­ur­inn kviknaði út frá log­andi kerti og kon­an og barnið voru sof­andi þegar kviknaði í. Þær voru komn­ar út úr íbúðinni þegar slökkvilið og lög­regla kom á staðinn.

Rýma þurfti all­ar íbúðir í stiga­gang­in­um vegna reyks og komu liðsmenn Rauða kross­ins á staðinn og veittu íbú­um húss­ins aðstoð. Meðal ann­ars þurfti að koma ein­hverj­um íbú­um í húsa­skjól í nótt þar sem reykjar­lykt var kom­in inn í all­ar íbúðir stiga­gangs­ins. Eins var stræt­is­vagn send­ur á staðinn og vill slökkviliðið koma á fram­færi þakk­læti til Rauða kross­ins og Strætó fyr­ir aðstoðina í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka