Gjaldtaka að hefjast á Geysi

Geysir er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins.
Geysir er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða landsins. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gjaldtaka af ferðamönnum sem koma á Geysissvæðið í Haukadal í Biskupstungum hefst innan tíðar. Forsvarsmenn Landeigendafélags Geysis ehf. hafa sent erindi til ýmissa þeirra sem að ferðamálum starfa þar sem þessi áform eru kynnt og þörfin á aðgöngugjaldi undirstrikuð. „Okkur er nauðsynlegt að bregðast við þróuninni,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda.

Hundruð þúsunda gesta koma á Geysissvæðið á hverju ári og átroðningur vex og hætta á skemmdum sömuleiðis. Náttúra hverasvæðisins er viðkvæm og hana þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum. „Við landeigendur berum milljóna kr. kostnað á ári vegna náttúruverndar, nauðsynlegs viðhalds, hálkuvarna, hreinsunar og fleira. Landeigendur geta ekki borið þennan kostnað ár eftir ár án þess að fá tekjur á móti,“ segir Garðar Eiríksson sem telur að ekki sé hægt að bíða lengur með að hefja gjaldtökuna.

„Við höfum ekki tíma til að bíða eftir útfærslu ríkisins á gjaldtöku við ferðamannastaði. Við verðum að stíga þetta skref í verndunarskyni,“ segir Garðar. Útfærslu innheimtunnar við Geysi segir hann fyrsta kastið verða þannig að fólk myndi verða við hlið inn á svæðið og rukka gesti. Gjaldið yrði undir 1.000 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert