„Þá geta þeir bara tekið við þessu“

mbl.is/Hjörtur

„Við höfum náttúrlega verið samningslausir varðandi þessa sjúkraflutninga í tvö og hálft ár. Síðan næst þarna ákveðið samkomulag við velferðarráðuneytið í febrúar með sáttanefnd á grundvelli skýrslu frá KPMG og ég tók nú þátt í því starfi. Síðan kemur nýr ráðherra og telur sig ekkert bundinn af því sem forveri hans gerði.“

Þetta segir Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stjórnarmaður í stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. Hann segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilja semja um málið frá grunni en ekki á grundvelli samkomulagsins frá því fyrir ári.

„Við segjum bara nei við því. Við viljum það ekki. Við erum með þetta samkomulag sem aðilar voru sáttir við og ef ríkið vill ekki semja á þeim grunni þá geta þeir bara tekið við þessu. Við höfum sent ráðherra bréf um að samið verði þá um verklok eins og gert er ráð fyrir í samningnum og höfum boðað hann á fund samningafund næsta föstudag þar sem samið verði um verklok.“

Þá ætli slökkviliðið að setja fram skuldakröfu á ríkið vegna málsins. „Síðan höfum við sett lögmann okkar í það að innheimta það sem við teljum skuld ríkisins gagnvart okkur þar sem við höfum verið samningslausir í tvö og hálf ár.“

Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert