Ráðuneyti úrskurði um lögmæti

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.

„Ég er búinn að senda innanríkisráðuneytinu bréf þar sem ég vek athygli á þessari tillögu,“ segir Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, og vísar í máli sínu til tillögu minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs og Gunnars Birgissonar um að kaupa 30-40 félagslegar íbúðir og að byggja tvö fjölbýlishús fyrir almennan leigumarkað.

Ómar segir fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2014 hafa legið fyrir og því verði áðurnefnd tillaga minnihlutans að vera viðauki við þá áætlun í stað þess að vera afgreitt sem sérstakur útgjaldaliður.

Segir Ómar ljóst að tillagan feli í sér miklar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélagið og því vill hann að innanríkisráðuneytið úrskurði um lögmæti þessarar ákvörðunar.

Þá segir hann einnig að svo virðist sem Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarmanna í bæjarstjórn og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, þekki ekki mjög vel til laga um fjármál sveitarfélaga. Telur hann því eðlilegast að hún segi af sér sem varaformaður.

„Hún hefur enga afsökun fyrir því að þekkja ekki lög og reglur,“ segir Ómar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert