Efnislegu rökin liggja ekki fyrir

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem vekur athygli mína er að meirihlutinn skuli ekki vera með efnislegar röksemdir sínar fyrir upphæð frískuldamarksins meira á hreinu.“

Þegir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, vegna fundar í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun þar sem rædd var sú ákvörðun að miða frískuldamark vegna sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki við 50 milljarða króna. Guðmundur segir að svo virðist sem sú tala hafi komið frá meirihluta nefndarinnar.

„Núna væri mjög gott ef meirihluti nefndarinnar, sem ræddi frískuldamarkið sín á milli, myndi hafa skýrari svör en hann hefur. Það er ekki endanlega ljóst hvaðan upphæðin kom og virðist heldur ekki endanlega ljóst hvaða efnislegu rök lágu að baki.“

Frétt mbl.is: Talan líklega komin frá nefndinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert