Ekki skynsamlegt að halda tvær hátíðir

Helga Stephenson, heiðursformaður RIFF
Helga Stephenson, heiðursformaður RIFF

Helga Stephenson, heiðursformaður RIFF, segir það einfaldlega ekki skynsamlegt fyrir Ísland að halda úti tveimur alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Hún gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að hætta að styrkja hátíðina fjárhagslega.

Í yfirlýsingu frá Helgu kemur fram að forsvarsmenn RIFF hafi fundað með Bíó Paradís á nýliðnu ári þar sem allir lýstu áhuga á að finna nýjan grundvöll að samstarfi á milli RIFF annars vegar og fagfélaga íslenskra kvikmyndagerðarmanna og bíósins hins vegar.

„Þetta var góður og árangursríkur fundur sem lofaði góðu um framhaldið. En nú er framtíð RIFF aftur á móti í óvissu eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að skera niður styrki til hátíðarinnar að ástæðulausu að því er virðist. Það er einfaldlega ekki skynsamlegt fyrir Ísland að halda úti tveimur alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Á alþjóðlegum vettvangi mun þetta teljast kjánaskapur sem ber vitni um óskipulag. Og það eru varla æskileg skilaboð. Ég varpa því fram þeirri spurningu að fyrst RIFF er í góðu lagi – og nýtur í raun frábærrar velgengni – af hverju er þá verið að skera niður framlög til hennar?,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Helgu sem hægt er að lesa í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka