Reynt að þagga niður í vitnum

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Morgunblaðið/Andri Karl

Fjölskipaður héraðsdómur í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum verður að líta að miklu leyti til framburðar hjá lögreglu. Vitni hafi dregið mjög úr framburði sínum fyrir dómi vegna hótana. Þetta sagði saksóknari við munnlegan málflutning í morgun.

Stefnt er að því að aðalmeðferð málsins ljúki í dag. Fyrir hádegið flytur saksóknari ræðu sína en eftir hádegið er komið að verjendum. Meðal þess sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur komið inn í morgun eru hótanir sem vitni hafa fengið. Framburður [vitnis] var sterkur hjá lögreglu en hún dró han til baka að einhverju leyti fyrir dóminum, og það er ekkert skrítið. Það hefur komið fram að fólk er hrætt við að gefa skýrslu. Það eru hótanir sem fólk fær og augljóslega er verið að reyna þagga niður í vitnum. Það er ástæða þess að vitni draga í land.“

Hann nefndi fleiri dæmi um hótanir og sagði meðal annars að ekki hafi verið upplýst um það hver hafi brotið hendurnar á húsráðanda á Stokkseyri.

Helgi Magnús sagði að sökum þessa þurfi dómurinn að skoða skýrslutökur hjá lögreglu sem teknar séu upp í hljóði og mynd auk þess sem orðrétt endurrit séu af þeim. 

Málflutningur heldur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert