Áhyggjur vegna gagnageymslu Vodafone

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist á Alþingi í dag telja að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætti að skoða hvernig farið sé með eftirlitsmál hjá símafyrirtækjunum, í kjölfar frétt af því að Vodafone geymdi meðvitað gögn sem átti að vera búið að eyða.

Í umræðum um störf þingsins vitnaði Guðlaugur til frétta af því að Vodafone hefði veitt lögreglu aðgang að gögnum sem lögum samkvæmt áttu ekki að vera til. Og þrátt fyrir að fyrirtækið hafi gefið það út að fyrirtækið hafi engin slík gögn í dag hljóti þetta að vekja áhyggjur. Þannig þekki þingmenn vel fregnir sem heyrast utan úr heimi og varða hleranir ríkisstjórna eða stofnana á vegum ríkisstjórna á samskiptum fólks.

Hann sagði eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með því að símatækifærin fari að lögum ekki skorta fjármagn og fór fram á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis farið yfir málið.

Frétt mbl.is: Gögnin geymd í fimm ár

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka