Ræddu um fríverslun við Kína

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fríversl­un­ar­samn­ing­ur Íslands við Kína var til umræðu á Alþingi í dag en önn­ur umræða um þings­álykt­un­ar­til­lögu um staðfest­ingu hans fór þá fram. Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður í apríl síðastliðnum en form­leg­ar viðræður um hann hóf­ust árið 2007 í tíð þáver­andi rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Gert er ráð fyr­ir að greidd verði at­kvæði um þings­álykt­un­ar­til­lög­una í næstu viku. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði að yrði fríversl­un­ar­samn­ing­ur­inn samþykkt­ur tæki hann lík­lega form­lega gildi í júní eða júlí í sum­ar. Sagðist hann binda von­ir við að samn­ing­ur­inn leiddi til vax­andi viðskipta á milli land­anna.

Þing­menn voru al­mennt já­kvæðir í garð fríversl­un­ar­samn­ings­ins en nokk­ur umræða fór þó fram um stöðu mann­rétt­inda­mála í Kína. Þing­menn Pírata lýstu áhyggj­um af því að ís­lensk stjórn­völd kynnu að beita sér síður gegn mann­rétt­inda­brot­um Kín­verja vegna þeirra viðskipta­hags­muna sem fæl­ust í samn­ingn­um og vísuðu meðal ann­ars til Tíbets. Eins með ís­lensk fyr­ir­tæki.

Gunn­ar Bragi sagðist ekki hafa áhyggj­ur af því og und­ir það tók meðal ann­ars for­veri hans í embætti ut­an­rík­is­ráðherra Össur Skarp­héðins­son. Ráðherr­ann benti á að Ísland væri aðili að fríversl­un­ar­samn­ing­um við tugi ríkja í gegn­um aðild lands­ins að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) og fleiri væru í bíg­erð.

Þannig stæði EFTA meðal ann­ars í fríversl­un­ar­viðræðum við Ind­land og Rúss­land, Hvíta-Rúss­land og Kasakst­an auk þess sem Banda­ríkja­menn væru lík­lega reiðubún­ir að ræða hliðstæðan samn­ing og þeir stæðu í viðræðum um við Evr­ópu­sam­bandið. Það væri þannig ým­is­legt í gangi sem minnkaði lík­urn­ar á að Ísland væri ein­hverj­um ein­um háð varðandi viðskipti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert