„Fyndinn Farm“ ræktar íslenskar kindur

Íslensk kind í Alaska.
Íslensk kind í Alaska. Skjáskot af Newsminer.com

Á bæ sem nefnist Fyndinn Farm í Fairbanks í Alaska, rækta tvær konur íslenskar kindur. „Þetta er mjög gott umhverfi fyrir þær,“ segir önnur kvennanna, Tamara Rose, í grein á vefnum Newsminer.com.

Konurnar segja heppilegt að ekki þurfi að gefa kindunum fóður heldur nægi þeim hey og steinefni. Þær segja íslenskar kindur til margra hluta nytsamlegar. Kjötið og ullin sé góð og hægt sé að búa til góða osta úr mjólkinni.

Í greininni segir að nafn bæjarins „Fyndinn Farm“ útskýrt og sagt að það þýði „fyndinn, lítill bóndabær“.

Á bænum eru einnig geitur, hænur, kanínur og sleðahundar. Þegar þær kynntust íslensku kindinni ákváðu þær hins vegar að einbeita sér að þeim. 

Frétt Newsminer í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert