Opnaði dyr á ferð og rotaðist

Ungi maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Ungi maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. mbl.is/Hjörtur

Laust eftir niðnætti í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slys sem varð með þeim hætti að ungur, ölvaður maður, sem var farþegi í bifreið, opnaði bíldyrnar á meðan bifreiðin var á ferð. Hurðin fór utan í umferðarmerki og kastaðist til baka og í andlit unga mannsins. Hann rotaðist við höggið. 

Pilturinn, sem er sautján ára gamall, var með skurð í andliti og var hann fluttur á slysadeild  til aðhlynningar.  Foreldri unga mannsins var kynnt málið. 

Frétt mbl.is: Sparkaði í lögreglukonu

Frétt mbl.is: Vaknaði viðskotaillur hjá lögreglunni

Frétt mbl.is: Réðst á stúlku á bar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert