Réðst á stúlku á bar

Frá miðborg Reykjavíkur.
Frá miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi við Laugaveg. Þar hafði karlmaður ráðist á stúlku, slegið hana í höfuðið og brotið gleraugu hennar. Í tilkynningu segir að stúlkan þekki gerandann.

Um kl. 2 í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Garðabæ. Leigubílstjóri var skallaður og talið að framtennur hafi brotnað. Árásarmaðurinn komst undan, segir í tilkynningu lögreglunnar um málið.

Þá barst lögreglu tilkynning laust eftir miðnætti um karlmann á Seltjarnarnesi er hafði ráðist á fólk og síðan ógnað því með hnífi. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.  

Frétt mbl.is: Sparkaði í lögreglukonu

Frétt mbl.is: Vaknaði viðskotaillur hjá lögreglunni

Frétt mbl.is: Opnaði hurð á ferð og rotaðist

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert