Sparkaði í lögreglukonu

mbl.is/Hjörtur

Seint í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um karlmann sem væri að skemma bifreiðar á bifreiðastæði í Austurborginni.  Er lögreglumenn komu á vettvang fór maðurinn ekki að fyrirmælum og sparkaði einnig í lögreglukonu. Maðurinn var handtekinn og verður vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast og hægt verður að ræða við hann.  

Um kl. 20.30 í gærkvöldi var tilkynnt um ölvaðan karlmann með hávaða og læti við Snorrabraut. Maðurinn mun hafa skemmt útihurð á húsi með spörkum og barsmíðum.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagaðist og hægt var að ræða við hann, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert