Vaknaði viðskotaillur hjá lögreglunni

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rétt fyrir kl. 4 í nótt kom leigubílstjóri með ungan karlmann á lögreglustöð í Reykjavík þar sem ekki náðist að vekja hann. Þegar maðurinn vaknaði varð hann mjög viðskotaillur en hann var í mjög annarlegu ástandi.

Þá var ungur karlmaður handtekinn í verslun í miðborginni um kl. 5 í nótt. Hann var ölvaður og hafði kastað vörum úr hillum verslunarinnar. 

Þessir ungu karlmenn verða báðir vistaðir í fangageymslu þar til ástand þeirra lagast og hægt verður að ræða við þá.

Um kl. 2.30 í nótt datt karlmaður aftur fyrir sig á gangstétt við Laugaveg með þeim afleiðingum að hann fékk sár á hnakka og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert