Fjölmenni er nú samankomið í Héraðsdómi Reykjaness þar sem mál lögreglustjórans í Reykjavík á hendur níu Hraunavinum er þingfest. Málið tengist mótmælum fólksins í október sl. gegn lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun í Garðabæ.
Níumenningarnir eru ákærðir fyrir brot á 19. grein lögreglulaga, sem snýst um skyldu til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún er svohljóðandi:
„Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“