Fríverslun við Kína samþykkt

Þings­álykt­un­ar­til­laga um að veita rík­is­stjórn­inni heim­ild til þess að full­gilda fríversl­un­ar­samn­ing­inn við Kína sem und­ir­ritaður var í apríl síðastliðnum var samþykkt á Alþingi í dag með 56 at­kvæðum gegn 2. Þrír greiddu ekki at­kvæði.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra fagnaði því fyr­ir at­kvæðagreiðsluna að það sæi fyr­ir lok máls­ins sem haf­ist hefði árið 2006. „Ég hef þá trú að samn­ing­ur­inn skapi mik­il viðskipta­tæki­færi og tæki­færi á því að efla sam­starf okk­ar við Kína á öðrum sviðum.“ Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra sagði samn­ing­inn gríðarlega mik­il­væg­an og að marg­ar þjóðir vildu gjarn­an ná slík­um samn­ingi. Verið væri að opna á markaði sem myndu vaxa mest á næstu ára­tug­um. Hvatti hann ís­lenska fram­leiðend­ur til þess að full­nýta þau tæki­færi sem samn­ing­ur­inn veitti.

Pírat­ar gagn­rýndu hins veg­ar fríversl­un­ar­samn­ing­inn á þeim for­send­um að kín­versk stjórn­völd virtu ekki mann­rétt­indi. Birgitta Jóns­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­menn flokks­ins, voru þau einu sem greiddu at­kvæði gegn samþykkt þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar. Þriðji þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafs­son, sat hins veg­ar hjá við at­kvæðagreiðsluna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert