Móðir varaði við hættu af syni sínum

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Í dómi yfir pilti, sem í fyrradag var dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun fyrir tilraun til að bana níu ára gamalli stúlku í Hafnarfirði, kemur fram að móðir hans hafði allnokkru áður gert sér grein fyrir að „eitthvað væri í vændum“. Móðirin lét heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu vita að hún gæti ekki tryggt að pilturinn ylli ekki einhverjum gríðarlegu líkamstjóni eða yrði jafnvel einhverjum að bana.

Daginn áður en hann réðst að stúlkunni með hníf og reyndi að skera hana á háls hafði drengurinn verið útskrifaður af barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, gegn mótmælum starfsmanna barnaverndar Hafnarfjarðarbæjar sem töldu enn fulla ástæðu til að halda að hann gæti verið hættulegur sjálfum sér og umhverfi sínu.

Ríkissaksóknari ákærði piltinn í júlí í fyrra fyrir að hafa reynt að svipta 9 ára stúlku lífi 27. apríl í fyrra í Hafnarfirði. 

Í ágúst í fyrra var síðan önnur ákæra, sem var gefin út í sama mánuði, sameinuð þessu máli. En pilturinn var jafnframt ákærður fyrir tilraun til manndráps að kvöldi 26. mars 2013, en þá braust hann inn á heimili skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar í Hafnarfirði vopnaður hnífi í því skyni að ráða henni bana.

Dómurinn er ítarlegur, um 16 blaðsíður að lengd, og í honum eru m.a. raktar umsagnir geðlækna og sálfræðinga.

Unglingspiltur sæti öryggisgæslu vegna manndrápstilraunar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert