Sigurjón og Elín ákærð

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elin Sigfúsdóttir, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs þegar bankinn féll en ráðin bankastjóri þegar hann var endurreistur að nýju, hafa verið ákærð fyrir umboðssvik. Þau hafi heimilað að Landsbankinn gengi í ábyrgð fyrir aflandsfélag í eigu bankans.

Frá þessu var greint í Tíufréttum Ríkisútvarpsins og einnig að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka