Stuðningurinn skipti sköpum

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hegðun piltsins, sem var dæmdur á mánudaginn til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun fyrir tilraun til að bana níu ára gamalli stúlku í Hafnarfirði síðasta vor, hrakaði hratt þegar hann missti stuðning sem hann hafði frá þroskaþjálfa í skólanum.

Í dómnum yfir honum kemur fram að þegar pilturinn, sem er 15 ára, missti þroskaþjálfa sinn hefði hann ekki ráðið við aðstæður í skólanum, orðið út undan og fyrir einelti, við því brást hann illa og varð ósáttur. „Þetta ósætti hefði gjörbreytt þessum ljúfa dreng,“ er haft eftir geðlækni í dómnum sem hitti ákærða fimm sinnum vegna geðrannsókna á honum.

Í mörg ár hafði pilturinn þroskaþjálfa, einnig kallaður iðjuþjálfi í dómnum, sem sinnti honum í skólanum og það gekk vel. Haustið 2012 fór þroskaþjálfinn í leyfi og við það varð pilturinn út undan í skólanum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Móðir varaði við hættunni af syni sínum

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert