Júlli í Júllabúð stofnar samtök

Hjónin Júlíus Freyr Theodórsson og Ingibjörg Þórðardóttir
Hjónin Júlíus Freyr Theodórsson og Ingibjörg Þórðardóttir

Júlla­versl­un er eina mat­vöru­versl­un­in í Hrís­ey, en hún var opnuð aft­ur í dag eft­ir viku­langa lok­un vegna fjár­magns­skorts. „Við þurft­um að afla okk­ur fjár, þetta er erfiður rekst­ur, en með sam­hentu átaki tekst okk­ur að halda þessu uppi,“ seg­ir Júlí­us Freyr Theo­dórs­son, eig­andi Júlla­búðar.

Aðspurður hvað drífi hann áfram í slík­um rekstri seg­ir hann glett­inn að lík­lega sé um óskil­greind­an geðsjúk­dóm að ræða. „Þetta er það sem ég er að gera og mun gera. Ég hef virki­lega gam­an af þessu.“ Segja má að vöru­úr­valið í Júlla­búð sé afar fjöl­breytt, því þar má nálg­ast mat­vöru, sér­vöru og veiðivöru auk mót­töku fyr­ir fata­hreins­un og skipti­bóka­markað svo fátt eitt sé nefnt.

Júlí­us seg­ir mik­inn vilja vera meðal heima­manna til þess að halda versl­un á svæðinu, en fólk þurfi þó gjarn­an að sækja þjón­ustu á Ak­ur­eyri og versli þá skilj­an­lega í leiðinni. Sum­arið seg­ir hann vera það sem haldi versl­un­inni gang­andi, með um­gangi ferðamanna og sum­ar­húsa­eig­enda.

Stefn­ir að stofn­un sam­taka smá­kaup­manna

Hann upp­lif­ir stöðu sína oft erfiða gagn­vart birgj­um og seg­ir und­ar­legt að ekki sé hægt að bjóða smá­versl­un­ar­eig­end­um út­sölu­verð úr Bón­us sem heild­sölu­verð. „Við smá­versl­un­ar­eig­end­ur stefn­um að stofn­un sam­taka sem sinna okk­ar hags­mun­um en ekki þeirra stærri. Þau sam­tök sem fyr­ir eru í dag ein­blína á menn­ina með bretta­velt­una, en ekki stykkja­velt­una. Okk­ar hags­mun­ir fara ekki sam­an og við pöss­um ekki inn í kaup­manna­sam­tök­in sem fyr­ir eru í dag.“

Sam­tök­un­um er ætlað að styrkja stöðu smá­versl­un­ar­eig­enda gagn­vart birgj­um auk þess að vera and­lit þeirra út á við gagn­vart stjórn­völd­um. „Okk­ar rödd þarf líka að heyr­ast. Þetta er þó rétt að skríða af stað og ég á eft­ir að ná til allra. Þeir sem telja sig eiga heima í slík­um sam­tök­um mega því gjarn­an hafa sam­band. Við stefn­um á að halda stofn­fund fljót­lega.“

Inni í Júllabúð
Inni í Júlla­búð
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert