Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, utan Flóabandalagsins, áttu fund í gær þar sem farið var yfir úrslit atkvæðagreiðslu um kjarasamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins.
„Við vorum svona að fara yfir það hvort við gætum unnið okkur eitthvað saman úr þessu eða ekki,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, en hann segir fundinn hafa endað í óvissu.
Fjórtán félög innan SGS felldu samningana en viðræðum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. „Ég hafði þá von varðandi þennan fund að menn myndu reyna að útkljá þau deilumál sem hafa verið innbyrðis hjá okkur, sem snúast um áherslur og leiðir,“ segir Aðalsteinn.