Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu leita nú manns sem talið er að hafi farið í sjóinn við norðurenda Reykjavíkurhafnar í kvöld. Sást til hans fara út á varnargarðinn um klukkan 21.00 en hann kom ekki til baka. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita um 45 mínútum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Björgunarsveitir leita með björgunarskipi, fjórum björgunarbátum, 30 leitarmönnum á landi og einnig eru nokkrir kafarar að störfum. Léttabátur frá LHG tekur þátt í leitinni.
Uppfært kl. 23:49
Leit stendur enn yfir í og við Reykjavíkurhöfn. Um 100 manns taka þátt í leitinni. Nokkuð hvasst er á svæðinu. Ekki er vitað hversu lengi leitin mun standa yfir.