Þyrla til leitar

Leit á Faxaflóa
Leit á Faxaflóa Loftmyndir/Elín Esther

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið í hádeginu til leitar á Faxaflóa en ekkert hefur spurst til báts sem sendi frá sér neyðarkall í gær.

Einungis ein þyrla fer til leitar og á þessari stundu liggur ekkert fyrir framhald leitarinnar en ekki er útilokað að um gabb hafi verið að ræða.

Kallið barst rétt fyrir klukkan þrjú í gær og heyrðist í björgunarbát Björgunarfélags Akraness, Margréti, sem staddur var rétt fyrir utan Akranes, og hjá Landhelgisgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert