Lögreglumaðurinn, sem var í desember sakfelldur fyrir að hafa farið offari við handtöku á Laugavegi í sumar, hefur fengið leyfi Hæstaréttar til að áfrýja máli sínu til réttarins.
Lögreglumaðurinn var dæmdur til 300.000 króna sektargreiðslu, sem nær ekki áfrýjunarfjárhæð Hæstaréttar.
Í október var konan sem hann handtók dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumanninn. Konan játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi.