Kröfum bloggara um frávísun hafnað

Páll Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson SteinarH

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að vísa frá máli Önnu Kristínar Pálsdóttur, fréttamanns Ríkisútvarpsins, á hendur bloggaranum Páli Vilhjálmssyni. Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll sakaði hana um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins þannig þau féllu betur að málstað ESB-sinna.

Greint var frá málflutningi um kröfu Páls á mbls.is en hann sagði þrjár ástæður fyrir því að vísa ætti málinu frá. Héraðsdómur féllst ekki á neina þeirra en tók að öllu leyti undir málflutning lögmanns Önnu Kristínar.

Málið heldur því áfram fyrir héraðsdómi og verður að öllum líkindum tekið til aðalmeðferðar í vor.

Frétt mbl.is: Sagði Önnu gera sig stærri en RÚV

Frétt mbl.is: Segir fréttamann RÚV hóta sér

Frétt mbl.is: Vildi upplýsingar um leiðaraskrif

Frétt mbl.is: Fréttamaður stefnir bloggara

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert