Okkar mál fékk Orðsporið

Verkefnið Okkar mál er samstarf um menningu, mál og læsi …
Verkefnið Okkar mál er samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. www.tungumalatorg.is/okkarmal

Verkefnið Okkar mál hlaut í dag viðurkenninguna Orðsporið, sem er tilnefnt af Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla. Í dag er Dagur leikskólans og er Orðsporið veitt árlega á þeim degi.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, afhenti Orðsporið í Hannesarholti kl. 14 í dag. 

Verkefnið Okkar mál – samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi hefur það að meginmarkmiði að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. 

Samstarf margra skóla og annarra

Samstarfsaðilar í Okkar mál-verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Félagar í Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla sendu inn tilnefningar og hægt var t.d. að tilnefna einstakan leikskólakennara, kennarahóp, verkefni, leikskóla, leikskólastjóra, foreldrasamstarf, sérkennslu, sveitarfélag eða annað sem vel hefur verið gert og er til fyrirmyndar varðandi leikskólastarf.

Vefsíða verkefnisins Okkar mál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka