Ábendingarnar berast á ýmsan hátt

Kortið sýnir umfang leitarinnar á Faxaflóa.
Kortið sýnir umfang leitarinnar á Faxaflóa. Loftmyndir/Elín Esther

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist allnokkrar ábendingar um hver kynni að hafa sent neyðarkall sem barst 2. febrúar síðastliðinn og leiddi til afar umfangsmikillar leitar á Faxaflóa. Neyðarkallið var birt á vefnum og nú er verið að safna saman þeim ábendingum sem borist hafa og í framhaldinu verður unnið úr þeim.

Þetta segir Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kristjáns berast ábendingarnar símleiðis, með tölvupósti og í gegnum Facebook. Ekki hefur verið tekið saman hversu margar ábendingar hafa borist, en fljótlega verður hafist handa við að vinna úr þeim.

Í umræddu neyðarkalli, sem birt er á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir meðal annars:  „Báturinn er farinn að leka mikið og við erum að fara í flotgallana.” 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert