Fleiri bjórar unnir úr úrgangi dýra

Asian palm civet, kattardýrið sem étur Cà phê Chồn kaffibaunirnar …
Asian palm civet, kattardýrið sem étur Cà phê Chồn kaffibaunirnar í heilu lagi og skilar þeim frá sér. Af vef Wikipedia.

Hvalbjórinn frá brugghúsinu Steðja í Borgarfirði hefur vakið nokkra athygli síðustu vikur og mánuði og hefur umfjöllunin jafnvel náð út fyrir landsteinanna. Bjórinn er svokallaður þorrabjór og er því til sölu í verslunum ÁTVR út þorrann. Nú er svo komið að bjórinn er uppseldur hjá framleiðanda en hann þó fáanlegur í nokkrum verslunum ÁTVR.

mbl.is hefur fjallað um málið frá ýmsum hliðum en um tíma leit til að mynda út fyrir að bjórinn færi ekki í sölu. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði framleiðslu bjórsins um miðjan janúar en Hvalur hf., sem útvegaði hvalmjölið í bjórinn, hefur ekki framleiðsluleyfi til fóðurgerðar, þ.e. hvalmjöls. Innyfli, þarmar og þarmainnihald er ásamt fleiru soðið saman og þurrkað og úr verður hvalmjölið.

Hvalbjórinn sker sig vissulega úr þegar litið er til úrvalsins í verslunum ÁTVR, en þetta er aftur á móti ekki eini bjórinn sem unninn er úr úrgangi dýra. Bjórinn Beer Geek Bruch Weasel frá danska brugghúsinu Mikkeller í Danmörku og framleiddur í Noregi er gerður úr hinu fræga kaffi Cà phê Chồn.

Harðar og stökkar þegar dýrin skila þeim frá sér

Kaffið hefur ákveðna sérstöðu og er það ekki aðeins vegna þess að það er eitt dýrasta kaffi í heiminum. Kattardýrin Asisan palm civet éta kaffibaunir í heilu lagi og þegar baunirnar hafa farið í gegnum meltingarveginn, skila dýrin þeim út í heilu lagi. Baunirnar eru því næst ristaðar og úr þeim er kaffið fræga unnið. Kaffið hefur síðan til að mynda verið notað við bruggun bjórs.

Kaffibaunirnar eru harðari og stökkari eftir að þær hafa farið í gegnum meltingarkerfi kattadýranna, en það er meltingarvökvinn sem hefur þessi áhrif á baunirnar. Upphaflega var kaffið Cà phê Chồn unnið úr kaffibaunum sem villt dýr höfðu étið og skilað frá sér úti í náttúrunni.

Loka dýrin í búrum til að hraða ferlinu

Vinsældir kaffisins hafa farið vaxandi í gegnum tíðina og því hafa sumir framleiðendur komið dýrunum fyrir í búrum til að hraða framleiðsluferlinu, til þess að þurfa ekki að ganga um náttúrunni og leita uppi baunirnar. Dýraverndunarsamtök hafa gagnrýnt meðferð dýranna.

Asisan palm civet er smávaxið kattardýr, grátt og svart og vegur það á bilinu 2 til 5 kg. Fullvaxin eru þau um 50 cm að lengd og þá er skott þeirra einnig um hálfur metri. Dýrið er meðal annars að finna í Indlandi, í Nepal, Bangladesh, Sri Lanka, Taílandi, Laos og í Kína. Dýrin éta aðallega ber, mangó og kaffibaunir.

Bjórinn er ekki fáanlegur í næstu ÁTVR-verslun, en hægt er að sérpanta hann. Þá hefur hann einnig verið fáanlegur á nokkrum ölhúsum borgarinnar.

Beer Geek Brunch Weasel.
Beer Geek Brunch Weasel. Af heimasíðu Mikkeller
Asian palm civet, kattardýrið sem tekur þátt í gerð kaffisins …
Asian palm civet, kattardýrið sem tekur þátt í gerð kaffisins Cà phê Chồn. Stundum eru dýrin geymd í búrum svo framleiðslan gangi hraðar fyrir sig. Af vef Wikipedia.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka