Just Mariiam í vanda undan Frakklandsströnd

Skipið Just Mariiam sést hér í Hafnarfjarðarhöfn, gult og grænt …
Skipið Just Mariiam sést hér í Hafnarfjarðarhöfn, gult og grænt að lit. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Flutningaskipið Just Mariiam, sem var statt hér við land í síðasta mánuði og komst í fréttir vegna þess að skipverjar þess söfnuðu brotajárni og spilliefnum hér án tilskilinna leyfa, var á reki í hálfan sólarhring í Biskajaflóa uns það var dregið til hafnar í Lorient í Frakklandi í dag.

Skipið hafði misst afl og kom togbátur því til aðstoðar.

Frá þessu segir á sjóferðavefnum gCaptain.

Er skipið var hér statt fór fulltrúi Umhverfisstofnunar um borð í það og við það kom m.a. í ljós að um mikla mengunarhættu var að ræða af skipinu vegna þess hvernig búið var um vökva og ýmsa íhluti sem skipverjar höfðu safnað. Skipið var kyrrsett í Hafnarfjarðarhöfn að beiðni Umhverfisstofnunar og var málið kært til lögreglu.

Málalyktir urðu þær að skipverjum var gert skylt að hreinsa brotajárnið og að því loknu var því frjálst að fara, en næsti viðkomustaður Just Mariiam var þá Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert