Fengu sex ára dóm

Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn fyrir aftan hann við …
Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn fyrir aftan hann við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stefán Loga Sívarsson og Stefán Blackburn í sex ára fangelsi fyrir líkamsárásir og frelsissviptingu. Báðir voru sviptir ökuréttindum, Stefán Logi í fjögur ár og Stefán Blackburn ævilangt.

Davíð Freyr Magnússon var dæmdur í þriggja og hálfs árs í fangelsi og þeir Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sinn hlut. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðningu í héraðsdómi klukkan 13.

Mennirnir fimm voru meðal annars ákærðir fyrir þrjár stórfelldar líkamsárásir og frelsissviptingu. Stefán Logi var auk þess ákærður fyrir að hóta að drepa barnsmóður sína og föður hennar.

Vararíkissaksóknari fór fram á 6 ára fangelsi yfir Stefáni Loga fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir Davíð Frey, Hinriki Geir og Gísla Þór fyrir að hafa svipt tvo unga karlmenn frelsi sínu, haldið þeim í margar klukkustundir og beitt þá mjög alvarlegu ofbeldi á þeim tíma.

Fleiri ákæruatriði voru í málinu og var Stefán Logi meðal annars ákærður fyrir árás á barnsmóður sína og fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna. Stefán Blackburn er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifa vímuefna og fyrir að ráðast á karlmann fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur.

Nánar verður fjallað um dóminn síðar í dag.

Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason.
Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson og Hinrik Geir Helgason.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert