Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson þurfa ekki aðeins að sitja í fangelsi næstu árin, heldur bíður þeirra einnig greiðsla milljóna vegna skaðabóta og sakarkostnaðar.
Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Stefán Logi, Stefán Blackburn, Hinrik Geir og Gísli Þór þurfa að greiða brotaþola í málinu eina milljón króna í skaðabætur ásamt vöxtum.
Allir mennirnir fimm þurfa að greiða öðrum brotaþola í málinu tæpar þrjár milljónir, en mennirnir voru ákærðir fyrir frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fórnarlambinu. Allir mennirnir fimm greiða 339.749 krónur í sakarkostnað.
Stefán Logi greiðir einn rúma milljón í sakarkostnað og Stefán Blackburn greiðir einn rúmar 365 þúsund krónur í sakarkostnað. Stefán Logi, Stefán Blackburn, Hinrik Geir og Gísli Þór greiða eina milljón í þóknun til réttargæslumanns annars fórnarlambsins. Þá greiða mennirnir fimm eina milljón til réttargæslumanns hins fórnarlambsins.
Stefán Logi greiðir málsvarnarlaun verjanda síns, 3,2 milljónir og rúmar 119 þúsund krónur í aksturskostnað. Stefán Blackburn greiðir málsvarnarlaun verjanda síns, 3,3 milljónir auk rúmra 52 þúsund króna í aksturskostnað. Davíð Freyr greiðir málsvarnarlaun verjanda síns, 2,6 milljónir. Hinrik Geir greiðir málsvarnarlaun verjanda síns, 2,5 milljónir króna og rúmar 40 þúsund krónur í aksturskostnað. Þá greiðir Gísli Þór málsvarnarlaun verjanda síns, 2,5 milljónir króna og rúmar 92 þúsund krónur í aksturskostnað.