Akureyri þenst út

Akureyri árið 2013
Akureyri árið 2013 Mynd/Loftmyndir

Akureyri hefur þanist mikið út á síðustu 15 árum, en meðal þeirrar uppbyggingar sem hefur orðið á svæðinu á þessu tímabili er Glerártorg, önnur verslun og þjónusta á Gleráreyrum, uppbygging á Þórssvæðinu, Giljahverfið og bygging menningarhússins Hofs. Þá hefur iðnaðarsvæðið í Glerárhverfinu tekið miklum stakkaskiptum. Á meðfylgjandi myndum má bera saman breytingar á Akureyri milli áranna 1998 og 2003, en fyrirtækið Loftmyndir hefur undanfarin ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og hægt er nota þær til að bera saman þróun yfir áraraðir.

Myndin nær ekki til suðurhluta bæjarfélagsins, en þar hefur einnig orðið mikil uppbygging, svo sem í Naustahverfinu.

Með því að draga stikuna yfir myndina hér að neðan má sjá hvernig Akureyri hefur þróast á fimmtán árum.

Sjáðu hér breytingar á Kársnesi í Kópavogi í 16 ár og hér miklar landslagsbreytingar við íslenska jökla.

Akureyri árin 1998 og 2013.
Akureyri árin 1998 og 2013. Mynd/Loftmyndir
Akureyri hefur töluvert breyst síðan 1998. Hér er mynd sem …
Akureyri hefur töluvert breyst síðan 1998. Hér er mynd sem er tekin í fyrra. Mynd/Loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert