Kraftur hafsins sést greinilega í Vík

Vík í Mýrdal árið 1999.
Vík í Mýrdal árið 1999. Mynd/Loftmyndir

Það sést hvað best í Vík í Mýrdal hversu kraftmikið hafið getur verið í því að sverfa niður landið. Þegar myndir eru skoðaðar frá árinu 1999 og 2012 sést að hafið hefur tekið um hundrað metra af strönd og tæplega hundrað metra af grónu svæði. Hafið nálgast nú hægt og rólega nærliggjandi vegi og fótboltavöll bæjarfélagsins. 

Myndirnar eru fengnar frá fyrirtækinu Loftmyndum, en það hefur undanfarin ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og hægt er að nota þær til að bera saman þróun yfir áraraðir.

Með því að draga stikuna yfir myndina hér að neðan má sjá breytinguna á þrettán árum.

Hægt er að sjá breytingar á Kársnesi í Kópavogi í 16 ár hér, miklar landslagsbreytingar við íslenska jökla hér og útþenslu Akureyrar hér.

Vík árin 1999 og 2012.
Vík árin 1999 og 2012. Mynd/Loftmyndir
Vík árið 2012
Vík árið 2012 Mynd/Loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert