Málið enn í rannsókn

Kortið sýnir umfang leitarinnar á Faxaflóa.
Kortið sýnir umfang leitarinnar á Faxaflóa. Loftmyndir/Elín Esther

Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á því hver kynni að hafa sent út neyðarkall sem leiddi til afar umfangsmikillar leitar á Faxaflóa í byrjun febrúars standi enn yfir.

Hann segir að lögreglunni hafi borist allnokkrar ábendingar og að enn sé verið að vinna úr þeim. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókninni lýkur.

Eftir að leit hafði engan árangur borið og útlit var fyrir að sjófarenda væri ekki saknað kviknaði grunur um að um gabb hefði verið að ræða. Lögreglan ákvað því að varpa neyðarkallinu á vefinn, en slíkt hafði ekki verið gert áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert