Tíðindi í hagfræðilegri úttekt

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir helstu tíðindin í skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna við ESB vera hagfræðilega úttekt á efnahagslegum málum því margir tengi óstöðugleika hér við Evrópusambandsaðild, ásamt umfjöllun um möguleika á varanlegum undanþágum í sjávarútvegi. 

Bjarni á við viðamikla úttekt á stöðu og horfum í efnahagsmálum innan Evrópusambandsins. Þá segir hann skýrsluna sýna skýrt að ekki sé um eiginlegar samningarviðræður að ræða því sambandið gangi út frá þeirri forsendu að þeir sem sæki um vilji fara inn í ESB og hann bendir jafnframt á að lítill stuðningur sé við slíkt samkvæmt skoðanakönnunum.

Alþingiskosningarnar í vor hafi ennfremur undirstrikað vilja fólks í þeim efnum með því að kjósa Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk sem séu andsnúnir aðild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert