Veðskuldabréf ekki afmáð úr þinglýsingarbók

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi.
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi í Grafarvogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað kröfu tveggja ein­stak­linga sem gerðu kröfu um að sýslumaður­inn í Reykja­vík afmáði úr þing­lýs­inga­bók 126 veðskulda­bréf af fast­eign­un­um hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar í Reykja­vík og í Mos­fells­bæ. Þetta er sama niðurstaða og varð í héraðsdómi.

Þeir sem höfðuðu málið eiga fjár­kröf­ur á Eir. Í báðum til­vik­um lögðu íbú­ar ör­yggis­íbúða á Eir fram 100% fram­lag þegar þeir fluttu inn í íbúðirn­ar. Eft­ir að þeir skiluðu íbúðunum óskuðu þeir eft­ir að fá fram­lagið greitt í sam­ræmi við samn­ing sem íbú­arn­ir gerðu á sín­um tíma. Eir varð ekki við þeirri beiðni, enda var Eir þá kom­in í greiðslu­stöðvun.

Íbú­arn­ir kröfðust þess að sýslumaður afmáði veðskulda­bréf á ör­yggis­íbúðir Eir­ar við Hlaðhamra í Mos­fells­bæ og við Fróðengi í Grafar­vogi úr þing­lýs­ing­ar­bók þar sem ekki hafi verið sótt um leyfi til sýslu­manns til veðsetn­ing­ar. Íbúðalána­sjóður krafðist þess að mál­inu yrði vísað frá dómi þar sem íbú­arn­ir hefðu ekki lögv­arða hags­muni í mál­inu.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að mis­tök hefðu verið gerð við veðsetn­ing­una. Kær­end­ur hefðu hins veg­ar ekki lögv­arða hags­muni af því að krefjast leiðrétt­ing­ar mistaka sem urðu við þing­lýs­ing­una. Niðurstaða sýslu­manns að hafna beiðninni var því staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert