Á móti framsali valda

Landsmenn eru upp til hópa andvígir framsali valda til alþjóðlegra …
Landsmenn eru upp til hópa andvígir framsali valda til alþjóðlegra stofnana. mbl.is/Árni Sæberg

Tæp 69% aðspurðra eru frekar eða mjög andvíg því að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana.

Þetta er niðurstaða könnunar sem MMR hefur gert fyrir vefsíðuna Andríki. Aðeins rúm 14% eru frekar eða mjög hlynnt slíkri stjórnarskrárbreytingu, samkvæmt könnuninni, en 16,7% eru hvorki hlynnt né andvíg.

Meirihluti er gegn slíku valdaframsali, sama hvort litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, starfs eða tekna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert