Jökulsá á Dal eftir Kárahnjúkavirkjun

Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá …
Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá má mikinn mun á ánni eftir virkjunina.

Eftir byggingu Kárahnjúkastíflu breyttist Jökulsá á Dal nokkuð. Hún varð að bergvatnsá með minna vatnsmagni og mun tærari en áður, þegar jökulvatnið gerði hana grugguga. Á meðfylgjandi myndum, sem fyrirtækið Loftmyndir tók árið 2002 og 2013, má sjá þær breytingar sem virkjunin hefur á ána. 

Með virkjuninni fer megnið af gruggugu jökulvatni um jarðgöng og er skilað í gegnum Lagarfljót út til sjávar. Neðan stíflunnar er vatnið því að mestu tært, en það getur þó breyst ef Hálslón er fullt og vatni hleypt yfir yfirföll stíflunnar.

Fyrirtækið Loftmyndir hefur síðustu ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og uppfærir þær á eins til átta ára fresti að meðaltali. Hægt er að nota þessar myndir til að bera saman þróun yfir áraraðir, eins og gert er á meðfylgjandi mynd. Hægt er að færa renninginn í miðjunni fram og til baka og sést þá hvaða breyting hefur átt sér stað.

Sjáðu hér breytingar á Akureyri í fimmtán ár, hér breytingar á Kársnesi í Kópavogi í sextán ár og hér miklar landslagsbreytingar við íslenska jökla.

Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá …
Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá má mikinn mun á ánni eftir virkjunina.
Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá …
Brú við Jökulsá á Dal árið 2002 og 2013. Sjá má mikinn mun á ánni eftir virkjunina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert