Hildur Lilliendahl beitti netofbeldi

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl Ómar Óskarsson

Baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir varð uppvís að því að beita tónlistarkonuna Hafdísi Huld netofbeldi á árinu 2010. Þetta sagði sú síðarnefnda í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld og fékk Kastljós það staðfest hjá Hildi að hún hefði látið ósæmileg orð frá sér á netinu í garð Hafdísar.

Ummælin um Hafdísi voru sett fram í gegnum notendanafn Hildar á Barnalandi á árinu 2010. Meðal annars var ýjað að því að drepa ætti Hafdísi og þá sem hefðu gaman af tónlist hennar og að nauðga ætti Hafdísi með tjaldhæl.

Hafdís kærði ekki ummælin á sínum tíma en grennslaðist fyrir um hver stæði að baki notendanafninu. Hún fór svo til lögreglu þegar hún heyrði af því að Hildur væri orðin táknmynd baráttu gegn ofbeldi á netinu. Þá voru meint brot Hildar hins vegar fyrnd.

Hildur staðfesti í samtali við Kastljós að hún hefði verið með umrætt notendanafn og að hún kynni að eiga einhver þau ummæli sem talin voru upp í Kastljósi, meðal annars um að Hafdís væri efalaust þroskaskert. Hún eignaði svo önnur ummæli eiginmanni sínum sem hafði aðgang að notendanafninu.

Frétt sunnudagsblaðs Morgunblaðsins: Alin upp sem femínisti

Hafdís Huld
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert