Garðarnir setja svip á Neskaupstað

Neskaupsstaður árið 1999
Neskaupsstaður árið 1999 Mynd/Loftmyndir

Snjóflóðavarnir eru á nokkrum stöðum á landinu. Yfirleitt setja þeir nokkuð sterkan svip á það bæjarfélag þar sem þeir eru reistir, en á meðfylgjandi myndum má sjá hversu gífurlega stór mannvirki slíkar varnir geta verið. Í Neskaupstað hófust framkvæmdir við varnirnar árið 2010 og hafa þær breytt fjallshlíðinni í Innra- og Ytra-Tröllagili mikið.

Fyrri myndin er tekin árið 1999, en sú seinni á síðasta ári þegar framkvæmdir voru komnar langt á leið. Þær eru teknar af fyrirtækinu Loftmyndjum, en það hefur síðustu ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og uppfærir þær á eins til átta ára fresti að meðaltali. Hægt er að nota þessar myndir til að bera saman þróun yfir áraraðir, eins og gert er á meðfylgjandi mynd. Hægt er að færa renninginn í miðjunni fram og til baka og sést þá hvaða breyting hefur átt sér stað. Myndirnar eru báðar teknar á svipuðum tíma yfir sumar.

Ef rýnt er vel í myndina má einnig sjá að þó nokkuð hefur verið um nýbyggingar á þessu tímabili, en þær dreifast á nokkra staði um bæinn.

Fleiri svipaðar samanburðamyndir má sjá í knippinu hér að neðan.

Neskaupsstaður árið 1999 og 2013.
Neskaupsstaður árið 1999 og 2013. Mynd/Loftmyndir
Neskaupsstaður árið 1999 og 2013.
Neskaupsstaður árið 1999 og 2013. Mynd/Loftmyndir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka