Flestir treysta Gæslunni

TL - Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TL - Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Al­menn­ing­ur var spurður um traust sitt til ým­issa stofn­ana sam­fé­lags­ins og voru sömu stofn­an­ir í fjór­um efstu sæt­un­um núna og í fyrra.

Sú stofn­un sem al­menn­ing­ur ber mest traust til af þeim stofn­un­um sem spurt var um er Land­helg­is­gæsl­an en hátt í níu af hverj­um tíu svar­end­um bera mikið traust til henn­ar. Næst kem­ur lög­regl­an sem nýt­ur mik­ils trausts 83% lands­manna og í þriðja sæti er Há­skóli Íslands en 73% svar­enda bera mikið traust til hans.

Þar næst kem­ur heil­brigðis­kerfið sem nýt­ur mik­ils trausts 62% svar­enda. Hlut­fall þeirra sem bera mikið traust til heil­brigðis­kerf­is­ins hef­ur lækkað tals­vert á síðustu tveim­ur árum en fyr­ir tveim­ur árum báru 73% lands­manna mikið traust til þess. Embætti sér­staks sak­sókn­ara kem­ur þar á eft­ir en 57% bera mikið traust til þess, sem er tals­vert hærra hlut­fall en í fyrra þegar 48% báru mikið traust til þess.

Helm­ing­ur svar­enda ber mikið traust til rík­is­sak­sókn­ara og er þar sömu­leiðis um aukið traust að ræða þar sem hlut­fallið var 43% í fyrra. Álíka marg­ir bera mikið traust til embætt­is for­seta Íslands og umboðsmanns Alþing­is, eða um 47%. Traust til umboðsmanns Alþing­is eykst um sex pró­sentu­stig en embætti for­seta Íslands lækk­ar hins veg­ar um tólf pró­sentu­stig og fer úr 5. sæti í 7.-8. sæti.

Aukið traust á dóms­kerfið

Um 43% bera mikið traust til dóms­kerf­is­ins en hlut­fallið var 39% í síðustu mæl­ingu. Um 39% bera mikið traust til þjóðkirkj­unn­ar en hlut­fallið var 34% í síðustu mæl­ingu og 28% árið þar á und­an en traustið hafði verið að minnka jafnt og þétt á ár­un­um fram að því. Um 38% bera mikið traust til rík­is­sátta­semj­ara. Um 31% ber mikið traust til borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur en hlut­fallið var 26% í fyrra og 15% árið þar á und­an.

Seðlabank­inn nýt­ur mik­ils trausts 28% svar­enda en það hlut­fall hef­ur verið að hækka jafnt og þétt; var 23% í fyrra og 16% árið þar á und­an. Alþingi og embætti umboðsmanns skuld­ara mæl­ast með mikið traust 24% svar­enda. Alþingi hef­ur mælst með 10-15% síðustu fimm ár en þar á und­an var hlut­fallið tals­vert hærra eða um 30-45%. Embætti umboðsmanns skuld­ara var mælt í fyrsta sinn nú. Fjár­mála­eft­ir­litið mæl­ist með mikið traust 18% svar­enda, sem er sama hlut­fall og í fyrra, og banka­kerfið nýt­ur mik­ils trausts 14% svar­enda, sem er hærra hlut­fall en síðustu fimm ár, en fyr­ir hrun þess mæld­ist það með mikið traust fjög­urra af hverj­um tíu svar­end­um.

Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til ...? Röð stofn­ana og embætta birt­ist í til­vilj­un­ar­kenndri röð. Þjóðar­púls Gallup mars 2014. Niður­stöður sem hér birt­ast eru úr net­könn­un sem gerð var dag­ana 12.-23. fe­brú­ar 2014. Þátt­töku­hlut­fall var 58,6%, úr­taks­stærð 1.400 ein­stak­ling­ar. Ein­stak­ling­arn­ir voru 18 ára eða eldri af öllu land­inu vald­ir af handa­hófi úr Viðhorfa­hópi Capacent Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert