Var krafinn um kostnað

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Seðlabank­inn gerði kröfu um það í máli Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra gegn bank­an­um að Már bæri all­an máls­kostnað. Þrátt fyr­ir það greiddi bank­inn kostnað Más, sem nam um 3,5 millj­ón­um króna, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Í ít­ar­legri um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að áætla megi því að heild­ar­kostnaður bank­ans hafi verið um tvö­falt hærri, eða á bil­inu 7-10 millj­ón­ir króna.

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, þáver­andi formaður bankaráðs Seðlabank­ans, sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að hún hefði tekið ákvörðun­ina um að bank­inn myndi greiða máls­kostnað Más, en hún seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hún telji sig hafa haft stuðning meiri­hluta bankaráðsins fyr­ir ákvörðun sinni.

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or og full­trúi í bankaráði þá og nú, seg­ist eiga von á því að nú­ver­andi bankaráð muni taka málið til skoðunar. Ólöf Nor­dal, formaður bankaráðs, seg­ir ráðið þurfa að afla upp­lýs­inga áður en hún geti tjáð sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert