Þrír gámar fyrir borð á Dettifossi

Flutningaskip á vegum Eimskip
Flutningaskip á vegum Eimskip Úr myndabanka Eimskip

Flutningaskipið Dettifoss missti þrjá gáma fyrir borð við Hjaltlandseyjar í fyrrinótt en aftakaveður var á þessum slóðum, að sögn upplýsingafulltrúa Eimskips, Ólafs W. Hand.

Dettifoss fór frá Þórshöfn á laugardag á leið til Rotterdam í Hollandi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað var í tveimur af gámunum en um tvo þurrgáma var að ræða og einn frystigám. Einn þeirra var hins vegar tómur, að sögn Ólafs.

Ólafur segir að engin hættuleg efni hafi verið í gámunum enda slíkir gámar geymdir á sérstaklega öruggum stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert