Kristjáni Þór afhentar kartöflur

00:00
00:00

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar frá Hrafn­istu­heim­il­un­um fjöl­menntu á fund heil­brigðisráðherra í morg­un til að af­henda hon­um kart­öfl­ur til að mót­mæla mis­ræmi á laun­um hjúkr­un­ar­fræðinga á öldrun­ar­heim­il­um og þeirra á stofn­un­um sem hafa notið góðs af jafn­launa­átaki síðustu rík­is­stjórn­ar, en mun­ur­inn er allt að 12%.

Arna Garðars­dótt­ir, deild­ar­stjóri á Hrafn­istu í Reykja­vík, seg­ir slök kjör fæla hjúkr­un­ar­fræðinga frá störf­um á öldrun­ar­heim­il­um sem komi niður þjón­ust­unni sem þar er veitt. 

Kristján Þór ræddi við hóp­inn og sagði að hann þekkti ekki all­ar for­send­ur á gjörð síðustu rík­is­stjórn­ar og að það hefði ekki gef­ist vel en þó hefði verið ákveðið að standa við þau fyr­ir­heit sem gef­in höfðu verið. Hann sagði ekki í sínu valdi að hækka laun til stétt­ar­inn­ar og að ekk­ert svig­rúm væri til þess.

Þessi svör voru hjúkr­un­ar­fræðing­ar og stjórn­end­ur heim­il­anna ekki sátt­ir við t.a.m hafi lengi verið ljóst að dag­gjöld­in sem þar eru inn­heimt séu of lág til að standa und­ir launa­kostnaði.

Til­kynn­ing frá Hrafn­istu

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar og stjórn­end­ur á Hrafn­istu mót­mæltu á tákn­ræn­an hátt í morg­un í vel­ferðarráðuneyt­inu við Tryggvagötu áður en fund­ur full­trúa í hópn­um hófst með heil­brigðisráðherra um þann launamun sem skap­ast hef­ur milli hjúkr­un­ar­fræðinga eft­ir því á hvaða heil­brigðistofn­un­um þeir starfa. Ástæðan er að stjórn­völd hafa ein­skorðað jafn­launa­átakið sem hleypt var af stokk­un­um í upp­hafi árs 2013 ein­göngu við heil­brigðis­stofn­an­ir sem heyra beint und­ir ríkið, en ekki öldrun­ar­heim­ili og sjálf­stætt starf­andi heil­brigðis­stofn­an­ir eins og venja hef­ur verið. Að mati hóps­ins virðist jafn­launa­átakið hafa snú­ist upp í and­hverfu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka