„Ákallið hærra en ég átti von á“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ákallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu hafa verið hærra en hann átti von á í ljósi þess að ekki er stuðningur við aðild hvorki á þingi né hjá þjóðinni. Stjórnvöldum beri að hlusta og vinna með stöðuna á þingi.

Skoða þurfi því hvort þjóðin eigi að geta tekið afstöðu um þingsályktun stjórnarinnar um hvort slíta eigi viðræðunum. Hann segir jafnframt að margar hugmyndir hafi komið fram um hvernig þjóðinni verði hleypt að ákvarðanatökunni og nefnir tillögur sem hafi borist frá Vinstri-grænum, Pírötum og Bjartri framtíð sem utanríkismálanefnd þurfi að skoða vandlega. 

Samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að hlusta bæði á þau sjónarmið sem séu á þingi og þau sem hafi m.a. birst í mótmælum og undirskriftasöfnunum að undanförnu. Bjarni segir jafnframt mikilvægt að líta ekki svo á að slit á viðræðunum þýði einhvers konar kul í samskiptum við Evrópusambandið og útiloki aðra umsókn í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka